Bresku samtökin English Heritage hafa nú hafið alþjóðlega leit að því sem þau kalla réttmætan erfingja bresku krúnunnar sem samkvæmt upplýsingum samtakanna mun vera afkomandi norræna prinsins Edgars Æþelings. Samtökin hafa birt auglýsingar í breskum, bandarískum, áströlskum, þýskum og norskum blöðum þar sem spurt er hvort fólk geti rakið ættir sínar aftur til ársins 1066 og hvort forfeður þeirra hafi hugsanlega getað gert kröfu til bresku krúnunnar.
Árið 1066 tilnefndi Játvarður konungur frænda sinn Edgar Æþeling sem eftirmann sinn. Hann var þó ekki krýndur að konunginum látnum þar sem hann þótti of ungur í embættið og tók Harold I við því í hans stað. Normanninn Vilhjálmur I sigraði síðan her Harolds í bardaganum um Hastings seinna sama ár og eftir að hann lést árið 1091 beið Edgar lægri hlut í baráttunni við son hans Vilhjálm II um ensku krúnuna.
„Hefði Vilhjálmur ekki tekið við krúnunni árið 1066 hefði saga Englands hugsanlega þróast í allt aðra átt,” segir ættfræðingurinn Nick Barratt. „Við hefðum sennilega talaða annað tungumál, haft sterkari tengsl við Skandinavíu og allt aðra stjórnskipan.”