Drottningin hlaut flestar BAFTA tilnefningar

Helen Mirren í hlutverki sínu sem Englandsdrottning.
Helen Mirren í hlutverki sínu sem Englandsdrottning. AP

Breska kvikmyndaakademían hefur tilnefnt leikkonuna Helen Mirren til BAFTA verðlauna í ár og leikstjórinn Stephen Frears fær einnig tilnefningu fyrir að leikstýra Mirren í kvikmyndinni The Queen sem hefur hlotið flestar tilnefningar til verðlauna eða 10 talsins. Bond-myndin Casino Royale hlýtur níu tilnefningar, þar á meðal er hinn nýji Bond, Daniel Craig.

BAFTA (British Academy of Film and Television Arts) hátíðin verður síðan haldin í konunglegu óperunni í Covent Garden í London þann 11. febrúar næst komandi.

Fréttavefur BBC skýrir frá því að þessu sinni verði brotið blað í sögu verðlaunaafhendingarinnar því leikarinn og rithöfundurinn Stephen Fry mun ekki kynna hana eins og hann hefur gert undanfarin sex ár en þetta er einnig afmælishátíð því þetta er í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent.

Bond-stúlkan Eva Green er meðal þeirra sem tilnefndir eru sem rísandi stjarna en þar á meðal eru einnig aðalleikarinn úr

Perfume Ben Whishaw og Cillian Murphy fyrir leik sinn í The Wind That Shakes the Barley.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar