Drottningin hlaut flestar BAFTA tilnefningar

Helen Mirren í hlutverki sínu sem Englandsdrottning.
Helen Mirren í hlutverki sínu sem Englandsdrottning. AP

Breska kvikmyndaakademían hefur tilnefnt leikkonuna Helen Mirren til BAFTA verðlauna í ár og leikstjórinn Stephen Frears fær einnig tilnefningu fyrir að leikstýra Mirren í kvikmyndinni The Queen sem hefur hlotið flestar tilnefningar til verðlauna eða 10 talsins. Bond-myndin Casino Royale hlýtur níu tilnefningar, þar á meðal er hinn nýji Bond, Daniel Craig.

BAFTA (British Academy of Film and Television Arts) hátíðin verður síðan haldin í konunglegu óperunni í Covent Garden í London þann 11. febrúar næst komandi.

Fréttavefur BBC skýrir frá því að þessu sinni verði brotið blað í sögu verðlaunaafhendingarinnar því leikarinn og rithöfundurinn Stephen Fry mun ekki kynna hana eins og hann hefur gert undanfarin sex ár en þetta er einnig afmælishátíð því þetta er í sextugasta sinn sem verðlaunin verða afhent.

Bond-stúlkan Eva Green er meðal þeirra sem tilnefndir eru sem rísandi stjarna en þar á meðal eru einnig aðalleikarinn úr

Perfume Ben Whishaw og Cillian Murphy fyrir leik sinn í The Wind That Shakes the Barley.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir