Madonna hvetur til ættleiðinga frá Afríku

Madonna með munaðarleysingjum í Malaví.
Madonna með munaðarleysingjum í Malaví. AP

Söngkonan Madonna hefur hvatt fólk til að ættleiða munaðarlaus börn frá Afríku þrátt fyrir að skýr lög um ættleiðingar séu ekki fyrir hendi í mörgum ríkjum álfunnar. Madonna sagði í viðtali við bandaríska þáttastjórnandann David Letterman að hún hefði bjargað lífi eins árs gamals fóstursonar síns er hún tók hann að sér en söngkonan hefur sætt harðri gagnrýni vegna þess hvernig að málinu var staðið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Madonna sagði jafnframt í viðtalinu að hún hefði verið vöruð við því að málið gæti vakið neikvætt umtal en að það hafi eftir sem áður komið henni á óvart hversu mikið hafi verið gert úr málinu í fjölmiðlum.

Söngkonan segir félagsraðgjafa hafa varað sig við því að vandamál gætu komið upp í sambandi við ættleiðinguna. „Hún réð mér ekki frá því en sagði mér að búast við mótvindi og hann fengum við svo sannarlega,” sagði hún. „Það má eiginlega segja að við höfum verið að setja löginn um leið og við fórum í gegn um þetta ferli.”

Þá sagði hún þörf á lagabreytingum varðandi ættleiðingar frá Malaví þar sem milljónir barna í landinu þurfi á fósturforeldrum að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar