Beckham leitaði ráða hjá Tom Cruise

David Beckham.
David Beckham. Reuters

Breski knattspyrnumaðurinn David Beckham leitaði ráða hjá vini sínum Tom Cruise áður en hann tók endanlega ákvörðun um að hætta að leika með Real Madrid og skrifa undir samning um að leika með bandaríska liðinu LA Galaxy fyrir um eina milljón dollara á viku næstu fimm árin.

„Ég talaði við hann í síma í um klukkstund í gærkvöldi og klukkustund kvöldið áður,“ sagði Beckham við fréttamenn í gær. „Að sjálfsögðu leitaði ég ráða hjá honum því að hann er ákaflega greindur maður og góður vinur minn. Okkur verður mikill akkur í að eiga vini þegar við komum til L.A.“

Beckham tilkynnti á fimmtudaginn að hann hefði gengið til samninga við LA Galaxy. „Ég kem ekki til að verða súperstjarna heldur leikmaður liðsins, leggja hart að mér og vonandi vinna eitthvað,“ sagði Beckham í Madríd í gegnum gervihnött við fréttamenn í Los Angeles.

Samningur hans við LA Galaxy mun vera sá stærsti sem gerður hefur verið í íþróttasögunni. „Þetta snýst um fótboltann. Ég kem til að láta að mér kveða. Mig langar að hefja [knattspyrnuna] til aukins vegs og virðingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson