Framleiðendur Lost ræða hvernig enda eigi þáttaröðina

Evangeline Lily og Matthew Fox leika tvö af aðalhlutverkum í …
Evangeline Lily og Matthew Fox leika tvö af aðalhlutverkum í þáttaröðinni Lost. Reuters

Framleiðendur bandarísku sjónvarpsþáttanna Lost segjast eiga í viðræðum við sjónvarpsstöðina ABC um hvernig þáttaröðin eigi að enda. Þrátt fyrir að talsvert sé í það að formlegur endir verði bundinn á spennudramað, vilja framleiðendurnir ákveða endi svo skipuleggja megi næstu þætti.

„Þegar við höfum komist að því hvenær það muni verða, þá munu margar ósvaraðar spurningar hverfa,“ sagði aðalframleiðandi þáttanna, Carlton Cuse.

Á fréttavef BBC kemur fram að sýning á þriðju þáttaröðinni um eyjaskeggjana sé hafin í Bretlandi og að þar hafi áhorfendum fækkað um rúma milljón.

Í Bandaríkjunum hefur áhorfið minnkað um 14% en framleiðendur þáttanna segja ástæðuna vera þá að þáttaröðin hafi verið „stóratburður“ fyrstu tvær þáttaraðirnar.

Þeir segjast hinsvegar ætla að hætta á toppnum, og benda á að þættirnir um Mulder og Scully í X-Files hafi verið dæmi um þáttaröð sem hefði átt að hætta miklu fyrr.

„Það var frábær þáttur sem að öllum líkindum hélt út tveimur þáttaröðum lengur en hann hefði átt að gera,“ sagði Cuse og bætti því við að framleiðendurnir líti á það sem aðvörun.

Lost hefur bæði notið vinsælda og virðingar meðal gagnrýnenda beggja vegna Atlantshafsins.

Þátturinn gerist á afskekktri og dularfullri eyju og segir frá afdrifum hópi fólks sem kemst lífs af úr flugslysi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir