Tekur Scarlett Johansson að sér hlutverk Jennu Jamesson?

Scarlett Johansson
Scarlett Johansson Reuters

Leikkonan Scarlett Johansson mun væntanlega leika aðalhlutverkið í kvikmynd um klámmyndaleikkonuna Jennu Jamesson. Það mun vera að ósk klámdrottningarinnar að Johansson leiki aðalhlutverkið í kvikmynd sem byggir á ævisögu hennar, „How to Make Love Like a Porn Star: A Cautionary Tale".

Jenna Jamesson stendur nú í viðræðum við framleiðendur og vonast til þess að hægt verði að byrja á myndinni á næsta ári.

Í viðtali við breska tímaritið FHM segir Jenna Jamesson að hún vilji að Scarlett Johansson leiki í kvikmyndinni enda sé hún falleg kona.

Scarlett Johansson hefur greint frá því að hún sé tilbúin að koma nakin fram ef rétta hlutverkið býðst. Ljóst þykir að hún komist heldur ekki hjá því, ef hún tekur að sér að leika Jennu enda hefur Jenna leikið í um eitt hundrað klámmyndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar