Bloom og Cruz sögð nýjasta parið

Orlando Bloom.
Orlando Bloom. AP

Fregnir herma að Orlando Bloom og Penelope Cruz séu nýjasta parið í Hollywood. Bloom varð þrítugur á laugardaginn og hélt upp á afmælið á skemmtistaðnum Teddy's í Los Angeles. Vitni segja að Bloom og Cruz hafi verið saman allt kvöldið.

„Hún var aldrei langt frá honum, jafnvel þótt hann væri umkringdur miklum fjölda kvenna á dansgólfinu," segir ónefndur gestur á staðnum. Talið er að Bloom og Cruz hafi stungið saman nefjum frá því í september.

Leikarinn Leonardo DiCaprio, sem er góður vinur Blooms, kom einnig í veisluna, en ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli, sem er kærasta DiCaprios, var hvergi sjáanleg. Í staðinn var leikarinn Djimon Hounsou með honum í för, en þeir léku saman í kvikmyndinni Blood Diamond.

Meðal annarra gesta í veislunni voru leikararnir Andy Garcia og Viggo Mortensen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar