Íþróttaálfurinn orðinn kyntákn meðal kvenna

Magnús Scheving.
Magnús Scheving. mbl.is/Eggert
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is
Það eru fleiri sem hafa áhuga á hoppi og skoppi Íþróttaálfsins í Latabæ en börnin. Í febrúarhefti breska kvennatímaritsins Red er heilsíðugrein um áhuga breskra húsmæðra á karlkyns barnaþáttastjörnum. Þar er Sportacus, Íþróttaálfurinn knái, talinn fyrstur upp og birt stór mynd af honum.

Reyndar virðist greinarhöfundurinn, Tessa Clayton, ekki vera hrifin af Latabæ fyrir utan Íþróttaálfinn og hún segir börnin ekki mjög hrifin af þáttunum heldur.

„Sælgætislitaða leikmyndin og sykurhúðaði söguþráðurinn gerir þættina líklega velgjulegasta barnaefni sem búið hefur verið til. En það er þess virði að horfa á eingöngu til þess að berja aðalpersónuna augum; Sportacus, ofurhetju í ofur-góðu formi, sem hvetur krakka til að hreyfa sig og gerir æfingar í þröngum æfingafatnaði," segir Clayton í greininni.

Áhugi hennar og vinkvenna á Íþróttaálfinum hefur náð svo langt að þær hafa slegið honum upp á leitarvefnum Google, til að komast að meiru um hann en helst af öllu vilja þær koma höndum yfir hann, játar hún.

Fleiri barnaþáttastjórnendur eru nefndir í greininni og viðurkennir greinarhöfundur að það sé svolítið sorglegt að vera skotin í þeim en að hún sé alls ekki ein um það. Hún segir ástæðuna fyrir því að þessir menn séu orðnir kyntákn líklega vera þá að heimavinnandi húsmæður sjái lítið af karlmönnum yfir daginn. Flestar sakni þær saklauss daðurs úr vinnunni og því fái þær sinn skammt af karlmönnum með því að horfa á þá í barnaþáttunum; standandi á höndum í þröngum buxum.

Það hefur líklega ekki verið Magnúsi Scheving efst í huga, þegar hann skapaði Íþróttaálfinn, að verða kyntákn fyrir húsmæður heimsins, en það virðist hann vera orðinn, hvort sem honum líkar betur eða verr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir