Hugh Hefner ástfanginn

Hugh Hefner með kærustum sínum Holly Madison (t.v.), Bridget Marquardt …
Hugh Hefner með kærustum sínum Holly Madison (t.v.), Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson. HO

Hugh Hefner, útgefandi Playboy, kveðst loks hafa fundið sanna ást með einni af þremur kærustum sínum og segir þau jafnvel hafa rætt um að stofna fjölskyldu saman. Hefner, sem er áttræður, á fjögur börn með tveimur fyrrum eiginkonum sínum og er elsta dóttir hans 54 ára.

„Ég get ekki sagt að þetta sé ákveðið en þetta hefur sannarlega verið rætt. Ég held að ef ég segði að það ætti líklega eftir að gerast þá væri það of djúpt í árinni tekið en þetta er virkilega raunhæfur möguleiki. Þetta er hugmynd sem varð til sem ósk en er nú rædd í meiri alvöru og þá meina ég af Hollyar hálfu, segir hann í viðtali við blaðið New York Daily News og vísar þar til hinnar 27 ára Holly Madison.

„Hún er sú eina sanna. Þetta er stórkostlegt. Það er kraftaverk að finna eitthvað svona sérstakt eftir öll þessi ár, öll þessi ástarævintýri, hjónaböndin og allt það.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar