Þrjú lög komust áfram á fyrsta keppniskvöldi í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. Keppniskvöldin eru þrjú og komast alls níu lög áfram í úrslitakeppnina sem fram þann 17. febrúar næstkomandi.
Lögin sem komust áfram eru:
„Blómabörn", lag eftir Trausta Bjarnason, texti eftir Magnús Þór Sigmundsson. Flytjandi Bríet Sunna Valdemarsdóttir.
„Húsin hafa augu", lag eftir Þormar Ingimarsson, texti eftir Kristján Hreinsson. Flytjandi Matthías Matthíasson.
„Áfram", lag eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Sigurjón Brink, texti eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og Jóhannes Ásbjörnsson. Flytjandi Sigurjón Brink.