Tónlistarmaðurinn Elton John keypti tvö glerlistaverk eftir Ingu Hlín Kristinsdóttur, glerlistamann, í gær en hann kom hingað til lands til að syngja fyrir gesti í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Steingrímur Ólafsson greinir frá þessu á bloggvef sínum.
Þar kemur fram að það var Magnús E. Kristjánsson og fyrirtæki hans MEK markaðsmál, sem átti heiðurinn af öllum undirbúningi veislunnar.
Elton John, sem spilaði í veislunni, hafði samkvæmt heimildum síðunnar samband við Magnús og óskaði eftir að fá sýnishorn af glerlistamunum þar sem hann safnar slíkum gripum. Var Inga Elín Kristinsdóttir glerlistamaður fengin til að koma á svæðið með vörur sínar og keypti Elton tvo slíka listmuni sem nú skrýða heimili hans í Atlanta í Bandaríkjunum.
Bloggvefur Steingríms Ólafssonar