Elton John keypti íslensk glerverk

Elton John
Elton John Reuters

Tónlistarmaðurinn Elton John keypti tvö glerlistaverk eftir Ingu Hlín Kristinsdóttur, glerlistamann, í gær en hann kom hingað til lands til að syngja fyrir gesti í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Steingrímur Ólafsson greinir frá þessu á bloggvef sínum.

Þar kemur fram að það var Magnús E. Kristjánsson og fyrirtæki hans MEK markaðsmál, sem átti heiðurinn af öllum undirbúningi veislunnar.

Elton John, sem spilaði í veislunni, hafði samkvæmt heimildum síðunnar samband við Magnús og óskaði eftir að fá sýnishorn af glerlistamunum þar sem hann safnar slíkum gripum. Var Inga Elín Kristinsdóttir glerlistamaður fengin til að koma á svæðið með vörur sínar og keypti Elton tvo slíka listmuni sem nú skrýða heimili hans í Atlanta í Bandaríkjunum.

Bloggvefur Steingríms Ólafssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir