Er Britney ólétt í þriðja sinn?

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Í slúðurmiðlum heimsins hafa verið uppi vangaveltur um hvort Britney Spears sé ólétt enn eina ferðina. Sögurnar fóru af stað eftir að Isaac Cohen, nýr kærasti poppsöngkonunnar, sást með eitthvað brúnt og slepjulegt á fingrinum þar sem hann sat við hliðina á kærustu sinni. Var tilgáta slúðurpressunnar sú að Britney þjáðist af morgunógleði og að hið brúna væri æla.

En nú hefur talsmaður Britney blásið á slíkar gróusögur og sagt þær fáránlegar. Hann segir Isaac hafa verið með hnetusmjör á fingrinum og einungis vegna þess að hann hafði ekki lyst á að sleikja það af hafi menn hleypt ímyndunaraflinu ótæpilega af stað.

Já, ekki er öll vitleysan eins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney