Ólafur og Dorrit par í fyrsta klassa

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff koma við sögu í grein sem birtist í breska dagblaðinu Independent í gær. Í greininni gerir blaðamaður sér mat úr niðurstöðum sem birtust í nýjasta tölublaði hagfræðitímaritsins Labour Economics, en þar er staðhæft að sú tilhneiging karlmanna sem eiga velgengni að fagna, að velja sér eiginkonu sem lítið kveður að, sé á undanhaldi. Þvert á móti virðist hið fornkveðna sífellt eiga betur við, að sér sækjast um líkir.

Engu að síður er vitnað í skilnaðarlögfræðinginn Vanessu Lloyd Platt sem segir að við búum enn í karllægum heimi og að menn kunni því yfirleitt illa þéni eiginkona þeirra jafnmikið eða búi við jafngóðan orðstír og þeir.

Að sögn blaðamanns hafa þó „ekki allir karlmenn þá meðfæddu þörf að vera heldri aðilinn í sambandinu". Því til sönnunar eru nefnd knattspyrnumaðurinn Ashley Cole og söngkonan Cheryl Tweedy, og leikstjórinn Sam Mendes sem er giftur leikkonunni Kate Winslet. Og upptalningin heldur áfram:

„Jafnvel forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur krækt í hina glitrandi yfirstéttarkonu frá London, Dorrit Moussaieff, fasteignadrottningu og skartgripasala stjarnanna á Park Lane."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka