Tom Cruise er „Kristur“ Vísindakirkjunnar

„Hinn útvaldi“
„Hinn útvaldi“ Reuters

Leiðtogar sértrúarsöfnuðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera „hinn útvalda“ er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.

David Miscavige, sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesú um víða veröld og taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.

Heimildamaður sem þekkir Cruise vel sagði við bresk blaðið The Sun: „Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísindakirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesú.“

Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Holmes, hefur einnig snúist til vísindatrúar.

Það var bandarískir vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan