Leiðtogar sértrúarsöfnuðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera „hinn útvalda“ er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.
David Miscavige, sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesú um víða veröld og taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.
Heimildamaður sem þekkir Cruise vel sagði við bresk blaðið The Sun: „Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísindakirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesú.“
Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Holmes, hefur einnig snúist til vísindatrúar.
Það var bandarískir vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna.