Elsti maður heims látinn 115 ára að aldri

Emiliano Mercado Del Toro náði að verða 115 ára gamall …
Emiliano Mercado Del Toro náði að verða 115 ára gamall áður en hann dó. AP

Elsti maðurinn í veröldinni er látinn. Emiliano Mercado Del Toro lést á heimili sínu í dag á norðausturströnd Púertó Ríkó að sögn ættingja hans. Hann var 115 ára gamall.

Mercado del Toro lést af náttúrulegum orsökum í bænum Isabela, sem er í um 115 km fjarlægð vestur að San Juan. „Hann dó eins og engill,“ sagði frænka hans í samtali við AP-fréttastofuna.

Mercado del Toro átti í erfiðleikum með andardrátt undir það síðasta en hann var með fullri meðvitund og ern fram til dauðadags.

Mercado del Toro, sem fæddist í Púertó Ríkó þegar landið var enn spænsk nýlenda, var kvaddur í Bandaríkjaher árið 1918 en tók ekki þátt í hernaði þar sem fyrri heimsstyrjöldinni lauk á meðan hann var enn í æfingarbúðum. Síðar fór hann að vinna á sykurreyrökrum.

Hann kvæntist aldrei og eignaðist engin börn.

Í sjávarþorpinu Isabela var hann þekktur maður eftir að hann varð viðurkenndur af Heimsmetabók Guinness sem elsti maður heims. Hann verður borinn til grafar nk. föstudag í bænum Cabo Rojo þar sem hann fæddist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir