Bandaríska vinnumálaráðuneytið hefur sótt að Robert De Niro en leikarinn er sakaður um að hafa ekki greitt starfsmönnum á veitingahúsi sem hann á um laun að andvirði 328.000 dölum (rúmar 22 milljónir kr.)
Embættismenn hafa haldið því fram að yfirvinna rúmlega 100 starfsmanna japanska veitingastaðarins Nobu, sem er í New York, hafi verið ranglega skorin niður, og þeir hafa fyrirskipað að veitingastaðurinn bæti starfsmönnunum launamissinn upp.
De Niro, sem er sagður þéna um 20 milljónir dala á mynd, á veitingastaðinn með japanska matreiðslumanninum Nobuyuki Matsuhisa.