Lohan óttaðist að botnlanginn úr sér yrði seldur

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Retuers

Lindsay Lohan var svo hrædd um að botnlanginn úr sér yrði seldur á eBay að hún geymdi hann í frystikistunni sinni.

Botnlanginn var skorinn úr henni fyrir skömmu og var hún sannfærð um að óprúttni menn myndu komast yfir hann þannig að hún bað lækna að taka botnlangann til handagagns svo að hún gæti haft hann með sér heim.

Þar setti hún hann í krukku og frysti hann.

Vinkona Lohan, Kimberly Stewart - dóttir Rods Stewarts - hefur reynt að sannfæra hana um að selja botnlangann sjálf og gefa ágóðann til líknarmála.

Lohan er nú til meðferðar vegna alkóhólisma á Wonderland-meðferðarstöðinni og fær einungis að fara þaðan til að sitja AA-fundi og til að leika í nýrri kvikmynd, „Ég veit hver drap mig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar