Magni farinn til Bandaríkjanna

Magni Ásgeirsson.
Magni Ásgeirsson. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Söngvarinn Magni Ásgeirsson er loksins farinn til Bandaríkjanna og Kanada þar sem hann mun hitta félaga sína úr Rock Star þáttunum sem hita upp fyrir rokksveitina Supernova á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku. Ferðalagið hófst fyrir nokkru en Magni komst ekki út þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi í tæka tíð.

Magni, sem hefur misst af fyrstu sex tónleikunum, ætlar að reyna að hitta á félaga sína í Kanada.

„Það er náttúrulega svolítið vesen að hitta á rúturnar þannig að ég ætla að reyna að ná þeim í Toronto þar sem þau eru að spila í kvöld [í gærkvöldi]," sagði Magni þar sem hann var staddur í Leifsstöð í gær. „En ég er ekki með atvinnuleyfi í Kanada þannig að það er spurning hvort þeir hleypi mér inn. Ef ég þarf að finna þau einhvers staðar annars staðar þá er það svolítið vesen, þá þarf ég líklega að fara að taka einhverjar lestir og svona."

Fyrstu tónleikarnir sem Magni kemur fram á verða í Atlantic City á föstudaginn. „Það er verst að ég er búinn að vera heima í tíu daga að slappa af, það er varla að maður nenni að hreyfa sig lengur," segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson