Otto Frank leitaði í örvæntingu að flóttaleið fyrir fjölskyldu sína

Bréf sem Otto Frank, faðir gyðingastúlkunnar Önnu Frank sem skrifaði hina heimsfrægu dagbók Önnu Frank á tímum síðari heimstyrjaldarinnar, hafa fundist í Bandaríkjunum og stendur til að gera þau opinber í næsta mánuði. Bréfin sem eru um 80 talsins varpa ljósi á örvæntingarfullar tilraunir hans til að koma fjölskyldu sinni frá Hollandi árið 1941 en seinna sama ár fór fjölskyldan í felur á háalofti fyrir ofan skrifstofu hans. Þetta kemur fram á fréttavef Yahoo.

Starfsmaður YIVO rannsóknarstofnunar í gyðinglegum fræðum fann bréfin fyrir tveimur árum en í þeim má m.a. lesa hvernig Otto leitaði í örvæntingu leiða til að koma fjölskyldunni til Spánar, um París og þaðan til Bandaríkjanna um Kúbu. Vegna óvissu um höfundarrétt og önnur lögfræðileg atriði hefur tilvist þeirra farið leynt þar til nú.

Anna, systir hennar Margot og móðir þeirra Edith létu lífið í fangabúðum Nasista skömmu fyrir lok síðari heimsstyrjaldarinnar en talið er að uppljóstrari hafi látið Nasista vita af felustað fjölskyldunnar. Dagbók Önnu Frank sem faðir hennar gaf út að stríðinu loknu er ein þekktasta heimildin um hörmungar síðari heimsstyrjaldarinnar og helfarar Nasista gegn gyðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup