Einkasonur Georges Bests erfir úr en konurnar ekkert

George Best nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn.
George Best nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn. Reuters

Lögmaður, sem sér um erfðaskrá norður-írska knattspyrnumannsins Georges Best, staðfesti í dag, að ein systir Bests erfi allar eignir hans. Einkasonur hans fær eitt úr, samkvæmt erfðaskránni, en ekkert annað, og tvær fyrri eiginkonur fá ekkert.

Best lést í nóvember árið 2004, 59 ára að aldri, eftir áratugalanga baráttu við áfengissýki. Hann lét eftir sig eignir, sem metnar eru á rúma hálfa milljón punda, jafnvirði um 73 milljóna íslenskra króna.

Paul Tweed, lögmaður Barböru McNarry, systur Bests, sagði hins vegar að mun lægri upphæð, eða um 130 þúsund pund, kæmi til útborgunar eftir að greiddir hafa verið erfðafjárskattar og ýmsar skuldir.

Tweed staðfesti, að í erfðaskrá Bests, sem gerð var árið 2000, komi fram að Calum, einkasonur Bests, eigi að fá úr sem Best fékk í tilefni af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 1994. Annað fær drengurinn ekki.

Tvær fyrrum eiginkonur Bests, Angie, móðir Calums, og Alex, sem skildi við Best árið 2004, fá ekkert og ekki heldur þrjú systkini Bests.

Tweed sagði að Barbara McNarry væri einkaerfingi Bests vegna þess að hún hefði séð um sjóð fyrir bróður sinn og reynt að halda orðstír hans á lofti og það hefði Best kunnað að meta.

George Best var á sínum tíma einn hæst launaði íþróttamaður í heimi en uppgjör dánarbús hans bendir til þess að hann hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði eitt sinn: „Ég notaði mikla peninga í vín, víf og hraðskreiða bíla en eyddi afganginum í vitleysu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir