Listfræðingar telja sig vera komna á slóðir týnds meistaraverks eftir listamanninn Leonardo Da Vinci, en því hefur verið haldið fram að umrætt verk sé það besta eftir meistarann.
Listarannsóknarmaðurinn Maurizio Seracini hefur fengið grænt ljós til að leita að hinu týnda verki sem hann telur að liggi falið á bak við meistarastykki annars listamanns í borginni Flórens á Ítalíu.