Peningum rignir af himnum ofan

Peningum rigndi af himnum ofar í Þýskalandi þegar vinningshafi, sem vann keppni sem útvarpsstöð stóð fyrir, fékk tækifæri til þess að dreifa 75.000 evrum, um 6,7 milljónum kr., út um allt.

Vörubílstjórinn Marco Hilgert vann keppni sem útvarpsstöðin RPR1 stóð fyrir, en tilgangur keppninnar var að verðlauna þann sem væri með frumlegustu hugmyndina varðandi hvað ætti að gera við 100.000 evrur, sem eru rúmar níu milljónir kr. Hann ákvað að dreifa þremur fjórðu hlutum verðlaunafjárins, 75.000 evrum sem fyrr segir, til annarra sem hefðu hug á því að festa klónum sínum í seðlana. Afganginn, 25.000 evrur, ákvað hann hinsvegar að halda fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar