Rolling Stones þéna mest allra í Bandaríkjunum

Jagger og Richards hafa fyllstu ástæðu til þess að brosa …
Jagger og Richards hafa fyllstu ástæðu til þess að brosa sínu blíðasta. Reuters

Félagarnir í bresku rokkhljómsveitinni Rolling Stones þénuðu mest allra tónlistarmanna í Bandaríkjunum annað árið í röð. Mick Jagger og félagar hans rökuðu inn 150,6 milljónum Bandaríkjadala í fyrra, og er meirihluti upphæðarinnar til kominn vegna tónleikaferðar þeirra „A Bigger Bang“.

Sem kunnugt er þurfti að fresta nokkrum tónleikum eftir að gítarleikarinn Keith Richards hafði fallið úr tré. En Richards þurfti að gangast undir heilaskurðaðgerð.

Söngkonurnar Madonna og Barbara Streisand eru einnig á listanum yfir þá 10 sem græddu mest á síðasta ári, en það var Forbes tímaritið sem tók listann saman.

Parið Tim McGraw og Faith Hill lentu í öðru sæti en sameiginlegar tekjur þeirra námu 132 milljónum dala.

Bandaríska sveitabandið Rascal Flatts lenti í þriðja sæti með 110,5 milljónir í tekjur í fyrra.

Samkvæmt Forbes er besta leiðin fyrir tónlistarmenn að þéna háar fjárhæðir að fara í tónleikaferðalag.

Hér má sjá þá sem skipuðu 10 efstu sætin:

  1. Rolling Stones með 150.6 milljónir dala
  2. Tim McGraw og Faith Hill með 132 milljónir dala
  3. Rascal Flatts með 110.5 milljónir dala
  4. Madonna með 96.8 milljónir dala
  5. Barbara Streisand með 95.8 milljónir dala
  6. Kenny Chesney með 90.1 milljón dala
  7. Celine Dion með 85.2 milljónir dala
  8. Bon Jovi með 77.5 milljónir dala
  9. Nickelback með 74.1 milljón dala
  10. Dave Matthews Band með 60.4 milljónir dala
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi