Silvía Nótt með nýjan umboðsmann

Silvía Nótt
Silvía Nótt mbl.is/Eggert

Sil­vía Nótt hef­ur ráðið sér nýj­an umboðsmann, en sá er bresk­ur og heit­ir Cris­bin Thom­as, son­ur upp­töku­stjór­ans Ken Thom­as sem hef­ur starfað tölu­vert hér á landi og unnið með sveit­um á borð við Sig­ur Rós.

Cris­bin hef­ur verið umboðsmaður henn­ar í um það bil þrjá mánuði. "Hún fangaði bara at­hygli mína, enda ekki annað hægt," seg­ir Cris­bin um til­efni þess að hann tók starfið. Vinna stend­ur nú yfir að fyrstu breiðskífu Silvíu sem stefnt er að því að gefa út í apríl.

Í byrj­un kem­ur hún út hér á landi en Cris­bin von­ast til að koma henni að á er­lend­um mörkuðum. "Eins og er stefn­um við að Banda­ríkja­markaði, en einnig að Bretlandi og Evr­ópu," seg­ir Cris­bin, sem er sann­færður um að Sil­vía geti slegið í gegn á er­lendri grundu.

"Hún er bara svo öðru­vísi, sviðsfram­koma henn­ar er engu öðru lík, það er að segja þessi kaba­rett-stíll og þessi per­sóna sem hún hef­ur skapað. Fólk þarf á þessu að halda núna og það eru marg­ir sem eru að reyna eitt­hvað í þessa átt, til dæm­is Robbie Williams," seg­ir hann. "En hún minn­ir mig á Dav­id Bowie í hlut­verki Ziggy Star­dust, hún er að búa til ein­hvern karakt­er og fara með hann eins langt og hún get­ur. Það má líka nefna Mari­lyn Man­son og Adam and The Ants í þessu sam­bandi."

Ná­ist sam­komu­lag um út­gáfu plöt­unn­ar í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um tel­ur Cris­bin ör­uggt að tón­leika­ferð fylgi í kjöl­farið. Aðspurður seg­ist hann ekki vita hvort Sil­vía geti náð viðlíka vin­sæld­um í Bretlandi og vin­kon­ur henn­ar í Nylon. "Ég heyrði um Nylon þegar ég kom hingað en ég hef aldrei heyrt á þær minnst í Bretlandi. Það eru all­ir hér að segja að þær séu stórt nafn í Bretlandi en ég hef aldrei heyrt á það minnst þar," seg­ir Cris­bin að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason