Silvía Nótt með nýjan umboðsmann

Silvía Nótt
Silvía Nótt mbl.is/Eggert

Silvía Nótt hefur ráðið sér nýjan umboðsmann, en sá er breskur og heitir Crisbin Thomas, sonur upptökustjórans Ken Thomas sem hefur starfað töluvert hér á landi og unnið með sveitum á borð við Sigur Rós.

Crisbin hefur verið umboðsmaður hennar í um það bil þrjá mánuði. "Hún fangaði bara athygli mína, enda ekki annað hægt," segir Crisbin um tilefni þess að hann tók starfið. Vinna stendur nú yfir að fyrstu breiðskífu Silvíu sem stefnt er að því að gefa út í apríl.

Í byrjun kemur hún út hér á landi en Crisbin vonast til að koma henni að á erlendum mörkuðum. "Eins og er stefnum við að Bandaríkjamarkaði, en einnig að Bretlandi og Evrópu," segir Crisbin, sem er sannfærður um að Silvía geti slegið í gegn á erlendri grundu.

"Hún er bara svo öðruvísi, sviðsframkoma hennar er engu öðru lík, það er að segja þessi kabarett-stíll og þessi persóna sem hún hefur skapað. Fólk þarf á þessu að halda núna og það eru margir sem eru að reyna eitthvað í þessa átt, til dæmis Robbie Williams," segir hann. "En hún minnir mig á David Bowie í hlutverki Ziggy Stardust, hún er að búa til einhvern karakter og fara með hann eins langt og hún getur. Það má líka nefna Marilyn Manson og Adam and The Ants í þessu sambandi."

Náist samkomulag um útgáfu plötunnar í Bretlandi og Bandaríkjunum telur Crisbin öruggt að tónleikaferð fylgi í kjölfarið. Aðspurður segist hann ekki vita hvort Silvía geti náð viðlíka vinsældum í Bretlandi og vinkonur hennar í Nylon. "Ég heyrði um Nylon þegar ég kom hingað en ég hef aldrei heyrt á þær minnst í Bretlandi. Það eru allir hér að segja að þær séu stórt nafn í Bretlandi en ég hef aldrei heyrt á það minnst þar," segir Crisbin að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup