Íslenskt ball í Kaupmannahöfn

Sálin hans Jóns míns.
Sálin hans Jóns míns. mbl.is/Atli Már

Það verður sannkallaður stórdansleikur í Kaupmannahöfn seinasta vetrardag, 18. apríl. Þá munu hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn spila saman á balli.

Skemmtunin fer fram í Cirkusbygningen í miðborg Kaupmannahafnar og er þetta í fyrsta sinn sem sveitirnar koma saman með þessum hætti.

Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi frá kl. 19:30–22:00 og síðan fyrir dansleik á sama stað frá kl. 23:00–02:00.

Það er www.kaupmannahofn.dk sem stendur að tónleikunum í samstarfi við Icelandair sem er söluaðili á Íslandi. Umgjörð verður afar vönduð enda ekki á hverjum degi sem þessar stórsveitir koma saman, segir í tilkynningu um tónleikana. Uppselt var á tónleika Sálarinnar í Kaupmannahöfn 5. nóv. 2005 og sömuleiðis á tónleika Stuðmanna í Tívolí í september 2003 þannig að ljóst er að þessir reynsluboltar njóta vinsælda þar í borg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar