Segir úrval kvikmynda einhæft í íslenskum kvikmyndahúsum

Hilmar Jónsson fór með aðalhlutverkið í Blóðböndum.
Hilmar Jónsson fór með aðalhlutverkið í Blóðböndum. Mbl.is/ Kristinn

Fagtímarit bresku kvikmyndastofnunarinnar British Film Institute, Sight and Sound, fjallar í nýjasta hefti sínu um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, sem haldin var í fyrra. Höfundur greinarinnar, James Bell, segir í inngangi að tónlistarlíf hér á landi sé blómlegt og úrval tónlistarviðburða fjölbreytt og gott en það sama sé ekki hægt að segja um úrval i kvikmyndahúsum.

„Áhorfendur myndu sjálfsagt bregðast vel við meiri fjölbreytni kvikmynda en eiga þess sjaldan kost,“ segir Bell. Bell nefnir að öll kvikmyndahús borgarinnar séu í eigu örfárra aðila og fyrirsjáanlegt úrval Hollywoodmynda þar í boði. Því reyni skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar RIFF að bæta úr og hafi rætt um það á blaðamannafundi að koma þyrfti á fjölbreyttri kvikmyndamenningu í landinu. Á RIFF hafi áherslan verið lögð á heimildarmyndir og efnilega kvikmyndagerðarmenn, 80 myndir sýndar frá 30 löndum.

Bell nefnir að sýnishorn hafi verið sýnd úr íslenskum kvikmyndum sem komu út í fyrra og að sér hafi komið á óvart að kvikmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar, Blóðbönd, hafi ekki verið meðal þeirra. Árni eigi skilið að ná sama árangri á alþjóðavettvangi og leikstjórarnir Baltasar Kormákur og Dagur Kári Pétursson.

Bell nefnir Blóðbönd í annarri grein tímaritsins, um alþjóðlega kvikmyndahátíð í Þessalóníku á Grikklandi. Blóðbönd, eða Thicker Than Water eins og hún heitir á ensku, hafi komið honum hvað mest á óvart af þeim myndum sem hann sá á hátíðinni og er Bell augljóslega hrifinn. Í Blóðböndum sé mikil kaldhæðni en þó heiðarleg sýn á kreppu miðaldra karlmanns sem kemst að því að sonur hans er í raun sonur annars manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir