Getum er nú að því leitt í Hollywood að brátt verði gerður veruleikaþáttur um líf Beckhamfjölskyldunnar á nýjum slóðum.
Segir sagan að Fox-sjónvarpsstöðin mun líklega sýna þættina. Með þessum hætti á að auka frægð Viktoríu, Davíðs og drengjanna vestanhafs.
„Enn sem komið er eru hvorki Davíð né Viktoría sérlega fræg í Bandaríkjunum, en ef þau koma fram í eigin þætti á einhverri af stóru sjónvarpsstöðvunum yrðu þau að stjörnum á einni nóttu,“ hafði tímaritið People eftir heimildamanni.
Talið er að þættirnir muni fjalla um það hvernig Beckhamfjölskyldan aðlagast lífinu í Bandaríkjunum þegar Davíð fer að leika með knattspyrnuliðinu LA Galaxy.