Veruleikaþáttur um Beckhamhjónin?

Beckham á nýrri auglýsingamynd sem Annie Leibowitz tók fyrir Disney.
Beckham á nýrri auglýsingamynd sem Annie Leibowitz tók fyrir Disney. AP

Getum er nú að því leitt í Hollywood að brátt verði gerður veruleikaþáttur um líf Beckhamfjölskyldunnar á nýjum slóðum.

Segir sagan að Fox-sjónvarpsstöðin mun líklega sýna þættina. Með þessum hætti á að auka frægð Viktoríu, Davíðs og drengjanna vestanhafs.

„Enn sem komið er eru hvorki Davíð né Viktoría sérlega fræg í Bandaríkjunum, en ef þau koma fram í eigin þætti á einhverri af stóru sjónvarpsstöðvunum yrðu þau að stjörnum á einni nóttu,“ hafði tímaritið People eftir heimildamanni.

Talið er að þættirnir muni fjalla um það hvernig Beckhamfjölskyldan aðlagast lífinu í Bandaríkjunum þegar Davíð fer að leika með knattspyrnuliðinu LA Galaxy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar