Glæpafílar á Taílandi gæða sér á sykurreyr

Hópur fíla í þjóðgarði á Taílandi hefur gripið til sinna ráða, ákveðið að brjóta lögin og ræna flutningabíla sem flytja sykurreyr. Fílarnir virðast vel skipulagðir, fara út á vegi og stöðva flutningabíla. Á meðan ökumenn bíða þess að fílarnir færi sig laumast aðrir úr glæpagenginu upp að hliðum flutningabílanna og gæða sér á sykurreyrnum.

Glæpafílar þessir eiga þó erfitt með að fela spor sín fyrir lögreglumönnum og er vegarins nú gætt að næturlagi svo umferð stöðvist ekki. Fílarnir hafa beðið sólseturs og látið þá til skarar skríða. Þó svo tekist hafi að stöðva fílana má enn sjá þá leynast milli trjánna í myrkrinu við veginn. Má leiða líkur að því að með þessu athæfi séu fílarnir að mótmæla átroðningi mannanna, sem víla ekki fyrir sér að leggja vegi í gegnum griðasvæði dýranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir