Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar vinna nú að því að bóka listamenn til að koma fram á hátíðinni, sem haldin verður 5. -8. júlí í ár. Í síðustu var tilkynnt að hljómsveitin Red Hot Chili Peppers yrði meðal hljómsveita, en nú hefur verið tilkynnt að söngkonan Björk komi fram á hátíðinni.
Björk vinnur nú að nýrri plötu, meðal þeirra sem koma við á plötunni eru Anthony Hegerty, potturinn og pannan í Anthony and the Johnsons, raftónlistarmaðurinn Mark Bell og Sjón.
Björk hefur nokkrum sinnum áður komið fram á hátíðinni, en danska blaðið Politiken segir í dag að tónleikarnir í Hróarskeldu verði hennar einu tónleikar á Norðurlöndum í ár. Björk verður þó á faraldsfæti í ár, og kemur m.a. fram á Glastonbury tónlistarhátíðinni.