Frekari efasemdir um umdeild Pollock-verk

Verkið Eitt (númer 31, 1950) eftir Pollock á Nútímalistasafninu í …
Verkið Eitt (númer 31, 1950) eftir Pollock á Nútímalistasafninu í New York. Retuers

Rannsókn sem gerð var á vegum Listasafns Harvardháskóla hefur vakið frekari efasemdir um að þrjú málverk sem talið hefur verið að séu eftir bandaríska abstraktlistamanninn Jackson Pollock séu ekta.

Um þetta hafa staðið harðar deilur í listaheiminum. Í niðurstöðum Harvard-rannsóknarinnar er talið að í þessi umræddu þrjú verk hafi verið notuð málning sem ekki hafi verið komin á markað fyrr en eftir að Pollock var allur.

Um var að ræða rauða málningu sem kom ekki á almennan markað fyrr en í byrjun níunda áratugarins - löngu eftir að Pollock lést. Einnig segir í niðurstöðunum að í verkunum hafi fundist rauðgul og rauð málning sem ekki var fjöldaframleidd fyrir 1953, en talið var að umrædd verk hafi Pollock málað á árunum 1946-49.

Í fyrra var gerð munsturgreining á verkunum og var niðurstaða þeirrar rannsóknar sú, að líklega væri um falsanir að ræða.

Í nóvember greindi New York Times frá því að málverk eftir Pollock hefði selst á um 140 milljónir dollara, eða sem svarar rúmum níu og hálfum milljarði króna, og mun það vera hæsta verð sem nokkurntíma hefur verið greitt fyrir málverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar