Barn í ofurstærð

Antonio Vasconcelos hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi sínu, Mexíkó, þótt hann sé aðeins fjögurra daga gamall. Drengurinn vó nefnilega 6,6 kíló, eða 26 og hálfa mörk, þegar hann kom í heiminn og er 55 sentimetrar að lengd. Þá drekkur hann 140 millilítra af mjólk á þriggja tíma fresti.

Íbúar í sumarleyfisborginni Cancun hafa flykkst að glugganum á vöggustofunni, þar sem „Super Tonio", eins og drengurinn er kallaður, liggur.

„Við höfum ekki fundið neitt að barninu. Það eru vísbendingar um að blóðsykurinn sé nokkuð hár og einhver sýking er í blóðinu en við erum að meðhöndla það og drengurinn ætti að geta farið heim eftir nokkra daga," sagði Narciso Perez Bravo, forstjóri sjúkrahússins.

Móðirin Teresa Alejandra Cruz, 23 ára, og faðirinn Luis Vasconcelos, 38 ára, sögðust vera stolt af stráknum. Cruz sagðist hafa eignast stúlkubarn fyrir sjö árum sem vó 5,2 kg.

„Þetta er ágætt því nú eigum við tvö stór börn," sagði Vasconcelos.

Að sögn Heimsmetabókar Guinness er þyngsta barnið, sem vitað er að heilbrigð móðir hafi fætt, drengur sem vó 10,2 kg þegar hann kom í heiminn í Aversa á Ítalíu árið 1955.

Super-Tonio við hliðina á venjulegu barni.
Super-Tonio við hliðina á venjulegu barni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir