Hljómsveitin SigurRós hefur ákveðið að leggja Varmársamtökunum lið sem og aðrir listamenn í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ með því að halda styrktartónleika í Verinu í Héðinshúsinu þann 18. febrúar.
Rennur ágóði af tónleikunum til samtakanna sem berjast fyrir því að endurskoðuð verði lagning tengibrautar um svæðið. Um 50-60 manns mótmæltu framkvæmdum við lagningu tengibrautarinnar í gær, að sögn Hildar Margrétardóttur, íbúa í Álafosskvosinni.
Upptökuver SigurRósar, Sundlaugin, er staðsett í Álafosskvosinni.