Barbra Streisand styrkir þrjá frambjóðendur

Barbra Streisand
Barbra Streisand Reuters

Söng- og leikkonan Barbra Streisand er svo ánægð með þá sem hafa lýst yfir áhuga á að verða frambjóðendur Demókrataflokksins í næstu forsetakosningum að hún styrkir þrjú þeirra fjárhagslega.

Streisand, sem er mikill vinur og stuðningsmaður Bills Clintons, fyrrverandi forseta, styrkir eiginkonu hans Hillary Clinton. En hún hefur ákveðið að láta ekki þar við sitja og styrkir framboð John Edwards og Barack Obama.

Í fréttatilkynningu frá Streisand segir að hún sé svo ánægð og spennt yfir styrk frambjóðenda hjá demókrötum fyrir forsetakosningarnar 2008 að hún bíði spennt eftir kosningabaráttunni. Sem Streisands segist ekki efast um að verði lífleg.

Streisand leggur 2.300 dali í sjóð frambjóðendanna þriggja en það er mesti fjárstuðningur sem einstaklingur má veita í sjóði frambjóðenda í forvali hjá Demókrataflokknum. Segir hún ekki loku fyrir það skotið að hún eigi eftir að styrkja fleiri frambjóðendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar