Mary metin á 143 milljarða

Mary, krónprinsessa Dana.
Mary, krónprinsessa Dana. Reuters

Mary krónprinsessa Dana er 35 ára í dag. Fram kemur í danska blaðinu Dato í dag, að sérfræðingar hafi lagt mat á verðgildi krónprinsessunnar fyrir Danmörku og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé 12 milljarða danskra króna virði, jafnvirði um 143 milljarða íslenskra króna.

Blaðið segir m.a. að útflutningur á dönskum vörum til Ástralíu hafi m.a. stóraukist frá því að fréttir bárust fyrst að því árið 2004, að Mary og Friðrik krónprins Dana væru að draga sig saman en Mary er frá áströlsku eyjunni Tasmaníu.

Haft er eftir breska ímyndarsérfræðingnum Simon Anholt, að krónprinsessan sé milljarða virði. Hann hefur reiknað það út, að verðgildi ímyndar Danmerkur sé 772 milljarða danskra króna virði og þar af sé verðgildi Mary 12 milljarðar.

Anholdt segir þó að ekki sé víst að þessi áhrif prinsessunnar verði varanleg. „Hún þarf að halda áfram að vekja athygli á sér. M.a. jók Díana prinsessa verðgildi sitt mikið með því að taka þátt í allskonar verkefnum, ekki aðeins á Englandi heldur víða um heim. Það er nauðsynlegt að Mary taki þátt í verkefnum, sem ná út fyrir landamæri Danmerkur, ef hún vill auka verðgildi sitt.

Blaðið hefur eftir Jens Carsten Nielsen hjá viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar, að þau Mary og Friðrik hafi afar jákvæð áhrif á danskar útflutningsvörur og ferðaþjónustu.

„Þegar krónprinsparið leggur land undir fót og kemur fram fyrir hönd Danmerkur vekur það áhuga á vörum, sem eru framleiddar þar. Fólk telur, að Danmörk sé huggulegt land þar sem býr viðkunnanlegt fólk. Hjónin hafa slík óbein áhrif," segir Jens Carsten Nielsen við blaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup