Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs

Reynir Traustason
Reynir Traustason mbl.is/Árni Sæberg

Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri tímaritsins Mannlífs en Krisján Þorvaldsson er farinn í feðraorlof, samkvæmt tilkynningu. Undir ritstjórn Reynis mun útgáfudögum fjölga og mun blaðið koma út á þriggja vikna fresti frá og með 1. mars.

Kristján Þorvaldsson sem hefur ritstýrt tímaritinu Mannlífi frá því í september stl. er nú kominn í langþráð feðraorlof og hverfur því úr ritstjórastóli Mannlífs, að því er segir í tilkynningu.

Í ritstjórn Mannlífs verða ásamt Reyni þeir Guðmundur Arnarson og Þórarinn B. Þórarinsson. Guðmundur hefur starfað hjá Birtingi um langa hríð og skrifað í flest tímarit Birtings. Frá því í haust hefur hann verið í ritstjórn Mannlífs. Þórarinn B. Þórarinsson hefur starfað á Fréttablaðinu undanfarin ár.

Jón Trausti Reynisson, sem hefur verið annar tveggja ritstjóra Ísafoldar, mun áfram ritstýra Ísafold. Auk Jóns Trausta munu Ingibjörg Dögg Kristjánsdóttir og Björn Stefánsson starfa á ritstjórn Ísafoldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen