Samkomulag um notkun á vörumerkinu Apple

Vörumerki Apple Inc.
Vörumerki Apple Inc. Reuters

Bandaríski raftækjaframleiðandinn Apple Inc. og breska plötuútgáfan Apple Corps Ldt., sem bresku Bítlarnir stofnuðu á sínum tíma, hafa náð samkomulagi í deilu um notkun á nafninu Apple og vörumerkjum félaganna. Kemur samkomulagið í stað samnings, sem fyrirtækin gerðu árið 1991 en þau deildu fyrir dómstólum á síðasta ári.

Apple Inc. eignast samkvæmt samningnum öll vörumerki sem tengjast Apple. Á móti fær Apple Corps leyfi til að nota tiltekin vörumerki, sem tengjast nafninu, hér eftir sem hingað til.

Apple Inc. mun halda áfram að nota nafnið og vörumerki í tengslum við iTunes tónlistarsölu sína. Apple Corps taldi á síðasta ári, að sú notkun bryti í bága við samkomulag fyrirtækjanna og höfðaði mál en dómur féll bandaríska fyrirtækinu í vil.

„Við dáum Bítlana og þetta hafa því verið erfiðar vörumerkjadeilur," sagði Steve Jobs, forstjóri Apple. „Þess vegna er gott að það tókst að leysa þær á jákvæðan hátt og jafnframt að koma í veg fyrir að nýjar deilur spretti upp í framtíðinni."

Ekki var ljóst hvort í samkomulaginu fælist, að hægt verði að kaupa Bítlalög gegnum iTunes netverslunina. Almennt er ekki hægt að kaupa lög Bítlanna á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar