Tvíeykið Wham, George Michael og Andrew Ridgeley, eru alvarlega að íhuga samstarf. Ætla félagarnir að taka upp nýja hljómplötu í Bandaríkjunum og eru að velta fyrir sér að fara í hljómleikaferð í kjölfarið.
Wham var ein vinsælasta hljómsveitin á níunda áratugnum en meðal vinsælla laga þeirra eru: „Club Tropicana" og „I'm Your Man". Wham lagði niður laupanna árið 1986 og hefur meira borið á George Michael á tónlistarsviðinu eftir það heldur en Andrew Ridgeley.
George Michael bað Andrew Ridgeley að koma fram með sér á tónleikum á Wembley leikvanginum í Lundúnum í desember í fyrra en Ridgeley gugnaði á síðustu stundu þar sem hann treysti sér ekki til þess.