Rolling Stones greiða lítinn skatt

Keith Richards í kunnuglegri stellingu ásamt Mick Jagger félaga sínum …
Keith Richards í kunnuglegri stellingu ásamt Mick Jagger félaga sínum í Rolling Stones. Reuters

Rokk-öldungarnir í sveitinni Rolling Stones hafa lítinn skatt greitt undanfarin 20 ár og nota til þess sjóði og fyrirtæki skráð í Karíbahafinu. Fréttavefur danska blaðsins Berlingske Tidende segir frá því í dag að félagarnir Charlie Watts, Keith Richards og Mick Jagger hafi þénað sem svarar tæpum 35 milljörðum íslenskra króna undanfarin 20 ár, en greitt um hálfan milljarð í skatt.

Þremenningarnir virðast þó vart hafa gert sér grein fyrir því fyrr en nýlega að þeir væru dauðlegir líkt og aðrir menn, því ástæðan fyrir því að þetta kemur fram í dagsljósið nú er að í kjölfar þess að Richards féll niður úr kókospálma í fyrra ákváðu þeir að fara yfir fjármál sín og gera erfðaskrár.

Watts, Richards og Jagger láta fyrirtækið Promogroup, sem er í eigu þeirra félaga, sjá um fjármál sín. Það mun vera skráð í Hollandi en hefur einnig skrifstofur í ríkjum í Karíbahafinu. Berlingske tidende segir að í gögnum sem fram hafa komið vegna skráningar á erfðaskránum segi að trommuleikarinn Charlie Watts sé skráður fyrir eignum að andvirði um 10 milljarða króna, Richards og Jagger eiga hins vegar um 25 milljarða hvor.

Fjórði meðlimurinn Ronnie Woods á ekki aðild að Promogroup, enda almennt talinn nýliði í sveitinni þar sem hann gekk ekki til liðs við hana fyrr en árið 1975.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar