Vinsæl skilaboð að handan

Dylan McDermott í myndinni The Messengers.
Dylan McDermott í myndinni The Messengers.

Hrollvekjan The Messengers skaust á toppinn yfir mest sóttu kvikmyndir vestanhafs nú um helgina. Myndin fjallar um fjölskyldu sem flyst inn í gamalt hús uppi í sveit. Börnin taka fljótlega eftir því að ekki er allt með felldu í húsinu, en það tekur fullorðna fólkið töluvert lengri tíma að átta sig á því.

Með aðalhlutverkin fara Dylan McDermott, Penelope Ann Miller, John Corbett og Kristen Stewart. Tekjur af The Messengers námu 14,5 milljónum Bandaríkjadala um helgina, eða um milljarði íslenskra króna.

Í öðru sætinu er mynd af öðrum toga, rómantíska gamanmyndin Because I Said So. Myndin fjallar um mæðgur og skrautleg ástamál þeirra. Með aðalhlutverkin fara Diane Keaton og Mandy Moore.

Gamanmyndin Epic Movie, sem var á toppnum um síðustu helgi, féll niður í þriðja sætið.

Annars var frekar rólegt í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina eins og venjulega þegar Ofurskálarleikurinn fer fram, úrslitaleikurinn í bandaríska fótboltanum sem stór hluti þjóðarinnar horfir á.

  1. The Messengers
  2. Because I Said So
  3. Epic Movie
  4. Night at the Museum
  5. Smokin' Aces
  6. Stomp the Yard
  7. Dreamgirls
  8. Pan's Labyrinth
  9. The Pursuit of Happiness
  10. The Queen
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir