Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu

Myndbrot úr auglýsingunni.
Myndbrot úr auglýsingunni. AP

Matvælafyrirtækið Masterfoods USA hefur ákveðið að hætta að sýna nýjustu auglýsingu sína fyrir súkkulaðistykkið Snickers, vegna mótmæla baráttusamtaka samkynhneigðra. Auglýsingin var sýnd í hálfleik Ofurskálarleiksins í bandarísku ruðningsdeildinni.

Auglýsingin er á þá leið að tveir bifvélavirkjar eru að grúska undir vélarhlíf bifreiðar og er annar þeirra að gæða sér á Snickers. Hinn stenst ekki freistinguna og stelur sér bita af stykkinu. Honum tekst þó ekki betur til en svo að hann kyssir félaga sinn fyrir slysni. Mennirnir ákveða í flýti að gera eitthvað nógu karlmannlegt til að bæta fyrir þetta og enda með því að rífa af sér stóran brúsk bringuhára.

Talsmaður Masterfoods USA segir auglýsinguna ekki hafa átt að móðga neinn eða hneyksla heldur ná athygli neytenda. Viðbrögð þeirra hafi verið jákvæð en skopskyn sé alltaf einstaklingsbundið, eins og menn viti. Frá þessu segir á vefsíðunni E! News.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir