Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu

Myndbrot úr auglýsingunni.
Myndbrot úr auglýsingunni. AP

Mat­væla­fyr­ir­tækið Master­foods USA hef­ur ákveðið að hætta að sýna nýj­ustu aug­lýs­ingu sína fyr­ir súkkulaðistykkið Snickers, vegna mót­mæla bar­áttu­sam­taka sam­kyn­hneigðra. Aug­lýs­ing­in var sýnd í hálfleik Of­ur­skál­ar­leiks­ins í banda­rísku ruðnings­deild­inni.

Aug­lýs­ing­in er á þá leið að tveir bif­véla­virkj­ar eru að grúska und­ir vél­ar­hlíf bif­reiðar og er ann­ar þeirra að gæða sér á Snickers. Hinn stenst ekki freist­ing­una og stel­ur sér bita af stykk­inu. Hon­um tekst þó ekki bet­ur til en svo að hann kyss­ir fé­laga sinn fyr­ir slysni. Menn­irn­ir ákveða í flýti að gera eitt­hvað nógu karl­mann­legt til að bæta fyr­ir þetta og enda með því að rífa af sér stór­an brúsk bringu­hára.

Talsmaður Master­foods USA seg­ir aug­lýs­ing­una ekki hafa átt að móðga neinn eða hneyksla held­ur ná at­hygli neyt­enda. Viðbrögð þeirra hafi verið já­kvæð en skop­skyn sé alltaf ein­stak­lings­bundið, eins og menn viti. Frá þessu seg­ir á vefsíðunni E! News.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka