Dómstól í Víetnam hefur stytt fangelsisdóm, sem breski tónlistarmaðurinn Gary Glitter hlaut fyrir að beita börn kynferðislegu ofbeldi. Upphaflega var Glitter dæmdur í 3 ára fangelsi en í dag var dómurinn styttur um 3 mánuði í tengslum við fjöldanáðun fanga til að fagna nýju tunglári.
Glitter, sem heitir réttu nafni Paul Francis Gadd, var í mars á síðasta ári fundinn sekur um að hafa misþyrmt tveimur víetnömskum stúlkum, 10 og 11 ára gömlum, kynferðislega. Hann ætti nú að losna úr fangelsi í ágúst á næsta ári. Hann hefur setið í fangelsi frá því í nóvember 2005.