Anna Nicole Smith látin

Anna Nicole Smith ásamt lögmanni sínum.
Anna Nicole Smith ásamt lögmanni sínum. AP

Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Anna Nicole Smith lést í kvöld í Hollywood í Flórída í Bandaríkjunum, 39 ára að aldri. Smith fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi á Hard Rock hótelinu í Hollywood. Bráðaliðar reyndu lífgunartilraunir en Smith var úrskurðuð látin þegar á sjúkrahús var komið.

Smith eignaðist nýlega dóttur á Bahamaeyjum. Á meðan hún var að jafna sig eftir barnsburðinn lést Daniel, tvítugur sonur hennar. Niðurstaða krufningar leiddi í ljós að Daniel hefði látist af hjartsláttartruflunum sem raktar voru til lyfjaneyslu.

Sérkennilegar deilur spruttu upp vegna barnsins, sem Smith fæddi en bæði lögmaður Smith og fyrrum kærasti hennar sögðust eiga barnið. Óstaðfestar fréttir hermdu, að lögmaðurinn, Howard K. Stern, og Smith, hefðu gift sig í kjölfarið.

Smith, sem hét réttu nafni Vicki Lynn Hogan, öðlaðist frægð árið 1994 þegar hún giftist olíukóngnum J. Howard Marshall, sem þá var var 89 ára. Smith, sem þá var 26 ára, hafði starfað sem nektardansmær en skömmu áður höfðu birst nektarmyndir af henni í Playboy og hún var valin „leikfang ársins 1993" af lesendum blaðsins. Gamli maðurinn dó ári síðar og í kjölfarið upphófust miklar deilur um arf eftir hann milli Smith og E. Pierce, sonar Marshalls. Voru deilurnar enn óleystar en þær komu m.a. til kasta hæstaréttar Bandaríkjanna. E. Pierce lést í júní á síðasta ári en fjölskylda hans sagði að málarekstrinum vegna arfsins yrði haldið áfram.

Alríkisdómstóll í Kalíforníu úrskurðaði á sínum tíma, að Smith ætti að fá 474 milljónir dala í arf eftir eiginmann sinn en þeim úrskurði var síðar breytt af áfrýjunardómstól. Í mars á síðasta ári komst hæstiréttur Bandaríkjanna hins vegar að þeirri niðurstöðu, að alríkisdómstólar gætu haft lögsögu í málinu. Skipaði rétturinn áfrýjunardómstóli að taka málið fyrir.

Smith lék í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar á meðal myndinni Naked Gun 33 1/3: The Final Insult á móti Leslie Nielsen.

Anna Nicole Smith árið 2005.
Anna Nicole Smith árið 2005. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir