Margrét Danadrottning gekkst í dag undir uppskurð þar sem græddur var gervihnéliður í hægra hné hennar. Þetta er í fimmta skipti, sem drottningin gegnst undir uppskurði á hnjám en einnig hefur verið skipt um lið í vinstra hné hennar.
Aðgerðin fór fram á sjúkrahúsinu í Árósum. Anders Odgaard, skurðlæknir, sem gerði aðgerðina, segir í yfirlýsingu, að aðgerðin hafi tekist eins og til var ætlast og drottningunni líði vel.
Ýmsum fyrirhuguðum fundum eða embættisverkum hefur verið aflýst næstu tvo mánuði en Friðrik krónprins, sonur Margrétar, og Hinrik, maður hennar, munu einnig koma fram fyrir hönd dönsku krúnunnar við ýmis tækifæri.