Donatella vill koma Rodham Clinton úr buxunum

Tískuhönnuðurinn Donatella Versace vill sjá Hillary Rodham Clinton oftar í …
Tískuhönnuðurinn Donatella Versace vill sjá Hillary Rodham Clinton oftar í svörtu. AP

Tískuhönnuðurinn Donatella Versace segir að það væri ögrandi verkefni að taka að sér að klæða öldungadeildarþingmanninn Hillary Rodham Clinton sem sækist eftir að verða forsetaefni bandarískra demókrata í forsetakosningunum árið 2008. Hún segir að það væri þó góð byrjum fengist forsetafrúin fyrrverandi til að klæðast pilsi í stað buxna.

Í viðtali við þýska tímaritið Die Zeit segist Donatella dást að ákveðni Clinton og vona að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hún mætti þó huga betur að klæðaburði sínum. „Hún ætti að hætta að ganga í buxum. Ég get ímyndað mér að henni finnist þær þægilegar en hún er kona og henni ætti að leyfast að sýna það. Hún ætti að leyfa kvenleika sínum að njóta sín og ekki taka upp þá karlmennsku sem ríkir í stjórnmálum.

Hún segir að Clinton ætti að hætta að klæðast buxnadrögtum og reyna þess í stað hnésíða kjóla og pils með stuttum jökkum. þá segir hún að Clinton eigi að nota blátt minna en hún geri og svart meira. „Hún er sterk kona og sterkar konur ganga í svörtu,” segir hún.

Í viðtalinu segist Donatella einnig hafa tekið að sér að gerbreyta ímynd söngkonunnar Christina Aquilera eftir að söngkonan tók þátt í auglýsingaherferð á hennar vegum árið 2003. „Í byrjum ferils síns hafði hún engan stíl. Ég tók það upp hjá sjálfri mér að breyta algerlega ímynd hennar. Nú lítur hún stórkostlega út, eins og stórstjarna frá sjötta áratugnum. Hún hefur náð taki á ímynd sinni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup