Gallagher segir Bono til syndanna

Noel Gallagher hefur munninn fyrir neðan nefið.
Noel Gallagher hefur munninn fyrir neðan nefið. Reuters

Tónlistarmaðurinn Noel Gallagher hefur fengið sig fullsaddan af starfsbróður sínum, söngvaranum Bono, og finnst að hann eigi að hætta að tala um Afríku. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph segir Gallagher Bono að „halda kjafti“ og syngja.

Gallagher er orðinn hundleiður á baráttu Bono fyrir kjörum Afríkubúa, að létta eigi öllum erlendum skuldum af fátækum Afríkuríkjum, og segir aðdáendur U2 ekki vilja láta messa yfir sér í sífellu. „Hvað U2 varðar þá eiga þeir að spila „One“ og halda kjafti hvað varðar Afríku. Fólk vill ekki hlusta á þetta aftur og aftur.“

Þá lætur Gallagher söngvara Radiohead, Thom Yorke, líka hafa það óþvegið og segir hann íþyngja aðdáendum með stjórnmálaskoðunum sínum. Hann ætti frekar að semja almennilegt rokklag. Yorke sitji við píanóið, syngi um heimsfréttirnar og að mannkynið sé dauðadæmt. Fólk vilji bara hlusta á hann syngja lagið Creep og því verði hann að hætta vitleysunni.

Gallagher segist semja lög með það í huga hvernig þau muni hljóma á knattspyrnuleikvöngum. Hann vilji að fólk missi stjórn á sér við að hlusta á hljómsveit hans, Oasis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson