Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?

Anna Nicole og Howard Stern með Dannielynn Hope.
Anna Nicole og Howard Stern með Dannielynn Hope. AP

Svo virðist, sem ekkert lát sé á einkennilegum atburðum í kjölfar láts fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith. Þrír karlmenn hafa komið fram og lýst því yfir að þeir kunni að vera feður 5 mánaða gamallar dóttur Smith, en nú hafa komið fram vísbendingar um að Smith hafi notað fryst sæði úr fyrrum eiginmanni sínum, milljarðamæringnum E. Howard Marshall, til að verða þunguð og styrkja þannig kröfur um arf eftir hann.

Götusölublaðið New York Daily News segist í dag hafa komist yfir óútgefið bókarhandrit Donnu Hogan, hálfsystur Smith. Þar segi Donna, að systir hennar hafi gefið í skyn, að Marshall, fyrrum eiginmaður hennar, sé í raun faðir Dannielynn Hope Marshall Stern, dótturinnar sem fæddist í september.

Blaðið segir, að Hogan velti því fyrir sér í handritinu hvort Smith hafi með þessu viljað styrkja erfðakröfu sína, en hún átti í hörðum deilum við afkomendur Marshalls um arf eftir hann.

Howard K. Stern, lögmaður og fylgisveinn Smith, er skráður faðir barnsins á fæðingarvottorði þess. En Larry Birkhead, 34 ára fyrrum kærasti Smith, og Frederic von Anhalt prins, eiginmaður leikkonunnar Zsa Zsa Gabor, hafa einnig fullyrt að að þeir geti verið feður barnsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen