Önnu Nicole ekki allstaðar hlýlega minnst

Lík Önnu Nicole flutt í húsnæði réttarmeinafræðings í Ft.Lauderdale í …
Lík Önnu Nicole flutt í húsnæði réttarmeinafræðings í Ft.Lauderdale í Flórída í gær. Reuters

Ekki eru allir íbúar smábæjarins Mexia í Texas beinlínis hreyknir af því að Anna Nicole Smith skyldi hafa sagt að þetta væri heimabær hennar.

Sumir íbúanna segjast ekki einu sinni muna eftir henni. Og margir sem muna hana skammast sín fyrir uppátæki hennar og innantóma frægð.

Hvergi í bænum, þar sem búa um sjö þúsund manns, margir í fátækt, er neitt sem minnir sérstaklega á Önnu, sem lést í fyrradag, 39 ára.

„Anna Nicole er ekki ein af þeim sem við teljum hafa tilheyrt okkur, við erum ekki hreykin af því að hún hafi átt rætur að rekja hingað,“ segir séra Marcus Sheffield, prestur baptistakirkjunnar. „Ef fólk tengir hana við Mexia er ég ekki sérlega stoltur af því.“

Anna Nicole fæddist í Houston í Texas, en þriggja ára fluttist hún með móður sinni til Mexia, sem er suðaustur af Dallas.

Í Mexia bjó hún til skiptis hjá móður sinni og frænku sinni. Í einni af árbókum skólans í bænum er mynd af henni, en hún hætti námi eftir að hafa verið rekin úr skóla fyrir slagsmál er hún var í 11. bekk.

Síðan var hún þjónn og kokkur á veitingastaðnum Jim's Krispy Fried Chicken. Sextán ára giftist hún Bill Smith 1985 og eignuðust þau son en skildu eftir tveggja ára hjónaband.

Móðir Önnu, Vergie Arthur, segir hana hafa verið af millistéttarfólki komna, en hafa búið til þá sögu að hún hefði rifið sig upp úr sárri fátækt vegna þess að það hafi hljómað betur.

„Ég reiddist við hana einusinni og spurði hvers vegna hún væri að segja fólki svona vitleysu og hún svaraði: Mamma, ef er talað um mig í fréttunum skiptir engu máli hvort það sem sagt er er gott eða vont, ég hef peninga upp úr því. Mér skal takast það. Og henni tókst það,“ sagði Arthur í morgunþætti ABC-sjónvarpsins.

Íbúar í Mexia segjast ekki eiga von á því að minnismerki um Önnu Nicole verði reist í bænum.

Jim's Krispy Fried Chicken í Mexia.
Jim's Krispy Fried Chicken í Mexia.
Mynd af Önnu úr árbók skólans í Mexia.
Mynd af Önnu úr árbók skólans í Mexia.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan