Aðdáendur Önnu Nicole tjá tilfinningar sínar á netinu

00:00
00:00

Aðdá­end­ur Önnu Nicole Smith hafa tjáð til­finn­ing­ar sín­ar vegna dauða henn­ar með jafn nú­tíma­leg­um hætti og frægð henn­ar var - á net­inu.

Þeir hafa ekki farið í píla­gríms­ferðir til Flórída þar sem hún lést, eng­ir blóm­vend­ir hafa safn­ast þar fyr­ir.

En á blogg­um, vefsíðum og spjallsvæðum á net­inu kepp­ast aðdá­end­ur við að yf­ir­gnæfa úr­tölu­menn og tjá ást sína á Önnu Nicole og söknuð sinn.

„Ég dáði hana,“ seg­ir einn. „Ég sakna henn­ar,“ seg­ir ann­ar. „Hún var fal­leg,“ seg­ir sá þriðji.

Á YouTu­be hafa mynd­bönd af henni verið opnuð mörg hundruð þúsund sinn­um.

„Mér finnst næst­um eins og ég hafi orðið fyr­ir missi. Hún veitti mér inn­blást­ur,“ sagði Sian Richter, tví­tug skrif­stofu­stúlka í London, sem hef­ur skrifað færsl­ur á spjallsvæði og birt þar mynd­ir, og verið sem límd við um­fjöll­un E! um dauða Önnu.

Blaðið Star í Kúala Lúm­púr í Malas­íu birti stóra mynd af Önnu í rauðum kjól á forsíðu í gær, og mynd af henni var einnig á forsíðu finnska blaðsins Ilta­lehti.

Billy Lowe, hár­greiðslumaður sem unnið hef­ur fyr­ir mikið af frægu fólki, sagði að fjöl­marg­ir hafi gripið and­ann á lofti þegar þeir fréttu af and­láti Önnu Nicole. „Við mun­um svo sann­ar­lega sakna per­sónutöfra henn­ar, klúðurs­ins og mistak­anna sem hún gerði fyr­ir fram­an sjón­varps­mynda­vél­arn­ar, og við von­um að hún verði ham­ingju­söm hand­an við móðuna miklu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell