Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli

Ralph Fiennes.
Ralph Fiennes. Reuters

Ralph Fiennes olli hneyksli er hann gerðist fjölþreifinn með ástralskri flugfreyju inni á salerni í háloftunum, að því er talið er.

The Sunday Telegraph greinir frá því að áhafnarliðar á þotu ástralska flugfélagsins Qantas hafi séð Fiennes og flugfreyjuna, Lísu Robertson, koma út af einu og sama salerninu með andartaksmillibili í flugi frá Ástralíu til Indlands í síðasta mánuði.

Robertson, sem er 38 ára, hefur verið vikið úr starfi tímabundið og kann að verða rekin, segir blaðið. Í yfirlýsingu til hún gaf flugfélaginu segir hún að Fiennes hafi gerst „áleitinn“ við sig eftir að þau höfðu verið að spjalla saman á leiðinni. En hún harðneitaði að hafa haft mök við leikarann, sem er 44 ára.

„Þegar ég var að spjalla við Fiennes í vinnuhléi mínu sagðist ég þurfa að fara á salernið,“ sagði Roberts í yfirlýsingunni. „Ég fór inn á næsta salerni og hann elti mig og fór inn á sama salerni. Ég sagði honum að þetta væri óviðeigandi og bað hann að fara út. Hann gerðist áleitinn við mig og eftir smá stund tókst mér að sannfæra hann um að fara út, sem hann og gerði.“

Qantas staðfesti að flugfreyjunni hefði verið vikið frá vegna atviksins um borð.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar