Mirren og Whitaker valin bestu leikararnir á BAFTA-hátíð

Helen Mirren með verðlaun sín í kvöld.
Helen Mirren með verðlaun sín í kvöld. Reuters

Þau Helen Mirren og Forest Whitaker voru valin bestu leikararnir í aðalhlutverkum þegar bresku kvikmyndaverðlaunin, BAFTA-verðlaunin, voru veitt í kvöld. Mirren fékk verðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu í myndinni The Queen og myndin var einnig valin sú besta á hátíðinni. Whitaker fékk verðlaunin fyrir að leika Idi Amin í myndinni Last King of Scotland en myndin var einnig valin besta breska myndin og fékk verðlaun fyrir handrit.

Breski leikstjórinn Paul Greengrass var útnefndur besti leikstjórinn fyrir myndina United 93. Kvikmyndin Little Miss Sunshine fékk verðlaun fyrir besta handrit og Alan Arkin var útnefndur besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Jennifer Hudson var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir myndina Dreamgirls.

Nýja Bond-myndin, Casino Royale, fékk verðlaun fyrir hljóð. Daniel Craig var tilnefndur til verðlauna fyrir leik sinn í myndinni en fór tómhentur heim. Franska leikkonan Eva Green, sem einnig leikur í myndinni var valin efnilegasti leikarinn.

Listi yfir verðlaunahafa

Forest Whitaker með verðlaun sín.
Forest Whitaker með verðlaun sín. Reuters
Daniel Craig kemur til hátíðarinnar.
Daniel Craig kemur til hátíðarinnar. Reuters
Thandie Newton var meðal viðstaddra.
Thandie Newton var meðal viðstaddra. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir